Fótbolti

Gylfi með á æfingunni síðdegis - Kolbeinn enn slappur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum um helgina.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum um helgina. Mynd/Daníel
Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu íslenska U-21 landsliðsins nú síðdegis hér í Álaborg. Var þetta fyrsta æfing liðsins eftir að allir leikmenn komu saman en fyrsti leikurinn á EM er nú á laugardaginn.

Gylfi Þór veiktist í gær og var nokkuð slappur þegar liðið hóf för sína frá Keflavík í gær. Í morgun kom svo í ljós að Kolbeinn Sigþórsson væri einnig veikur og liggur hann enn í rúmi upp á hóteli liðsins.

Aðrir leikmenn gátu tekið þátt í æfingunni af fullum krafti, líka Rúrik Gíslason sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli. Hann missti af leik A-landsliðsins gegn Dönum um helgina.

Strákarnir voru búnir að bíða lengi eftir æfingunni enda gat liðið hvorki æft í gér né í morgun eins og til stóð.

Leikurinn við Hvít-Rússa á laugardaginn hefst klukkan 16.00 og verður lýst beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×