Fótbolti

Stabæk þarf að flytja sig um set frá Telenorleikvanginum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og liðsfélagar þeirra í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk eru í þeirri stöðu að félagið hefur ekki efni á að spila heimaleikina áfram á hinum glæsilega Telenor leikvangi á gamla Fornebyflugvellinum við Osló.
Veigar Páll Gunnarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og liðsfélagar þeirra í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk eru í þeirri stöðu að félagið hefur ekki efni á að spila heimaleikina áfram á hinum glæsilega Telenor leikvangi á gamla Fornebyflugvellinum við Osló. AFP
Veigar Páll Gunnarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og liðsfélagar þeirra í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk eru í þeirri stöðu að félagið hefur ekki efni á að spila heimaleikina áfram á hinum glæsilega Telenor leikvangi á gamla Fornebyflugvellinum við Osló.

Forráðamenn Stabæk hafa gefist upp á því að útvega fjármagn til þess að leigja aðstöðu á keppnisvellinum en það kostar félagið um 60 milljónir á mánuði. Það eru því mestar líkur á því að Stabæk þurfi að færa sig um set fyrir næsta tímabil – og kostirnir eru ekki margir.

Stabæk þurfti að tryggja það að félagið geti staðið undir 750 milljóna kr. leigukostnaði á árinu 2012 – og niðurstaðan var sú að félagið hefur ekki efni á því að vera áfram á hinum glæsilega velli. Telenor leikvangurinn er risastór tónleika – og sýningarhöll með gervigrasi og er rými fyrir um 13.000 áhorfendur.

Varaáætlun félagsins gengur út á það að spila á ný á gamla heimavellinum, Nadderud, sem er í Bærum-sveitarfélaginu þar sem Stabæk er staðsett. Sá völlur stendur ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til keppnisvalla í efstu deild í Noregi og eru meiri líkur á því að Stabæk endi á Ullevaal leikvanginum í Osló sem er þjóðarleikvangur Norðmanna. Stuðningsmenn Stabæk eru ekki sáttir við þá hugmynd enda væri það svipað og KR myndi leika heimaleiki sína í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×