Síðari viðureignirnar í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu fara fram í kvöld. Allt útlit er fyrir að stórliðin og erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid muni mætast í úrslitum í fyrsta sinn í 21 ár.
Barcelona mætir Almeria á Nývangi en fyrri leiknum lauk með 5-0 sigri Börsunga. Meiri spenna verður á Bernabeu þar sem lærisveinar Jose Mourinho í Real Madrid taka á móti Sevilla. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Real en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu innan vallar sem utan. Níu leikmenn voru áminntir auk þess sem aðskotahlut var kastað í Iker Casillas markvörð Madridinga undir lok leiksins.
Bæði lið og þá sérstaklega Real hafa lent í vandræðum gegn minni liðum í bikarnum á undanförnum árum. Skemmst er að minnast þegar liðið datt út úr keppninni á síðasta ári gegn smáliði AD Alcorcon frá samnefndum nágrannabæ við Madrid.
Eftir tap gegn Osasuna um nýliðna helgi eru liðsmenn Jose Mourinho sjö stigum á eftir toppliði Barcelona í deildinni. Það má því ætla að Mourinho leggi mikla áherslu á bikarinn en liðið hefur ekki unnið titil heimafyrir síðan þeir unnu deildina árið 2008. Konungsbikarinn hafa þeir ekki unnið síðan 1993.
Þegar liðin mættust í úrslitum árið 1990 unnu Barcelona 2-0 sigur með mörkum Guillermo Amor og Julio Salinas, eins og sjá má með því að smella á hlekkinn hér efst í fréttinni.
Real Madrid og Barcelona gætu mæst í úrslitum í fyrsta sinn í 21 ár
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn


