Enski boltinn

Ný regla hjá Villas-Boas: Ég verð að vera með í fagnaðarlátum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsae, hefur sett það sem reglu að leikmenn verða nú að hafa hann sjálfan og þá sem sitja á varamannabekk Chelsea með í fagnaðarlátum eftir mörk.

„Stjórinn hefur beðið leikmenn um að horfa í átt að varamannabekknum eftir að mörk eru skoruð," sagði talsmaður Chelsea í samtali við enska dagblaðið The Sun. „Hann telur að með því að fagna mörkum saman sýni það að þeir standi allir saman í baráttunni."

„Það eigi við um leikmenn, þjálfara, varamenn og aðra starfsmenn á bekknum. Allir vinna saman og allir fagna saman."

Þetta er óneitanlega óvenjulegt útspil hjá Villas-Boas sem sakaða enska fjölmiðla um að leggja félagið í einelti nú fyrr í vikunni.

Chelsea er nú tíu stigum á eftir Manchester City á toppi deildarinnar en liðin mætast á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×