Afar ólíklegt er að Edda Garðarsdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því norður-írska í undankeppni EM 2012 á morgun. Leikurinn fer fram í Belfast.
Edda hefur verið frá vegna meiðsla og gat af þeim sökum ekkert spilað með Íslandi gegn Ungverjum ytra um helgina. Hún var þó varamaður í leiknum.
Hún er nú búin að næla sér í pest og hefur verið sett í einangrun hjá íslenska liðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, segir ólíklegt að hún spili á morgun.
„Það verður að teljast ólíklegt að hún spili en það eru líka nokkrir leikmenn meiddir í hópnum,“ sagði Sigurður Ragnar. „Þær Katrín Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir hafa allar þurft að taka því rólega á æfingum vegna meiðsla.“
„Margrét Lára er að glíma við sín gömlu meiðsli og þær Katrín og Sara eru báðar tæpar í nára. Þetta er mjög líklega bara uppsöfnuð þreyta og álag eftir langt tímabil. En ég er vongóður um að þær geti verið með - nema þá líklega Edda.“
Sigurður Ragnar mun tilkynna byrjunarlið sitt í kvöld og kemur þá í ljós hvort þær geti spilað í leiknum mikilvæga á morgun.
Ísland er með tíu stig að loknum fjórum leikjum í riðlinum eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi um helgina. Norður-Írland hefur aðeins spilað einn leik í riðlinum til þessa, gegn Búlgaríu á útivelli sem Norður-Írar unnu, 1-0.
Edda veik og nokkrir lykilmenn tæpir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

