Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2011 08:00 Aron Einar var vinsæll meðal stuðningsmanna Coventry Nordic Photos/AFP Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. „Félagið er búið að vera í baráttu um sæti í efstu deild síðustu tvö ár og varið miklum fjármunum í liðið. Völlurinn er góður og æfingaaðstaðan mjög flott. Maður finnur fyrir því að þetta er stærra batterí en hjá Coventry,“ segir Aron Einar hæstánægður með nýja samninginn sem hann segir mun betri en hjá Coventry. Aron spilaði upp yngri flokka með Þór á Akureyri áður en hann gekk til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006, sautján ára gamall. Tveimur árum síðar gekk Aron til liðs við Coventry þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil. Aron segir enska boltann henta honum vel en lið í Hollandi og Þýskalandi sýndu honum einnig áhuga. Hann segir miklu máli hafi skipt hversu mikinn áhuga Malky Mackay, þjálfari Cardiff, sýndi honum. „Þjálfarinn hringdi fjórum sinnum í mig í fríinu. Hann er búinn að tala mikið við Heiðar Helguson en þeir voru saman hjá Watford. Hann sér mig sem varnarsinnaðan miðjumann fyrir framan vörnina. Ég spilaði þar mitt fyrsta tímabil með Coventry sem var mitt besta hjá félaginu. Mér líst vel á þetta og vona að ég geti verið hluti af liði sem fer upp í úrvalsdeildina,“ segir Aron. „Það var alltaf leiðinlegt að spila við Cardiff og núna er maður orðinn hluti af þessu liði,“ segir Aron og hlær. Cardiff hefur verið grátlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina undanfarin ár. Á síðasta tímabili komst liðið í umspil um sæti en datt út í undanúrslitum. Árið áður komst Cardiff alla leið í úrslitaleikinn en beið lægri hlut. Liðið hefur misst sterka leikmenn úr hópnum frá því á síðasta tímabili. „Jú, við misstum nokkra en það er líka búið að semja við sex leikmenn á síðustu vikum. Þjálfarinn er líka nýr og mér líst vel á hann. Í gær fengum við Robbie Earnshaw frá Nottingham Forest sem hefur skorað grimmt fyrir það lið og velska landsliðið.“ Aron Einar, sem er 22 ára gamall, segir líf atvinnumannsins erfitt að því leyti að menn geti verið á stöðugum flutningi. „Ég var búinn að koma mér vel fyrir í Coventry og átti góða félaga í liðinu sem ég á eftir að sakna. En svona er fótboltinn. Ég skipti líka úr AZ Alkmaar á sínum tíma þar sem ég átti marga vini. Í fótboltanum þarf maður að breyta til og fórna ýmsu. En ég lít á þetta sem jákvæðan hlut og reyni að koma mér inn í þetta fljótt,“ segir Aron fullur tilhlökkunar. Spurður hvort það sé einhver veitingastaður eða ísbúð á horninu í Coventry sem hann kveðji með söknuði hlær Aron Einar. „Nei, það er enginn Brynjuís þarna í Coventry.“ Síðasta tímabil hjá Aroni Einari var óvenju langt. Að loknu tímabilinu í Englandi tóku við landsliðsverkefni sem lauk með Evrópumótinu í Danmörku. Hann segist hafa slakað vel á í Dubai undanfarnar tvær vikur þar sem hann lá á sundlaugarbakkanum og hreyfði sig lítið sem ekkert. Aron Einar hélt í morgun í æfingaferð til Spánar með nýju liðsfélögum sínum. „Það er vakning klukkan fjögur (í morgun) þannig að ég kíki rétt heim til Coventry og næ í hreinar nærbuxur. Svo bruna ég aftur til Cardiff, upp á hótel og síðan beint upp í vél,“ sagði Aron í léttum dúr. Hann var nýkominn úr læknisskoðun klukkan fimm að staðartíma en skoðunin tók tæpar átta klukkustundir. Bíltúrinn til Coventry og til baka til Cardiff tekur um fimm tíma og því er líklegt að Aron hafi lítið sofið í nótt. Aron Einar sem hefur spilað 22 landsleiki fyrir Íslands hönd er ekki kominn með treyjunúmer hjá nýja félaginu. Hann veit þó hvað hann vill. „Það er ekki búið að úthluta númerum. En það er enginn númer sautján sem var hjá liðinu í fyrra þannig að ég ætla að reyna að fá hana,“ segir Aron. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. „Félagið er búið að vera í baráttu um sæti í efstu deild síðustu tvö ár og varið miklum fjármunum í liðið. Völlurinn er góður og æfingaaðstaðan mjög flott. Maður finnur fyrir því að þetta er stærra batterí en hjá Coventry,“ segir Aron Einar hæstánægður með nýja samninginn sem hann segir mun betri en hjá Coventry. Aron spilaði upp yngri flokka með Þór á Akureyri áður en hann gekk til liðs við AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006, sautján ára gamall. Tveimur árum síðar gekk Aron til liðs við Coventry þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil. Aron segir enska boltann henta honum vel en lið í Hollandi og Þýskalandi sýndu honum einnig áhuga. Hann segir miklu máli hafi skipt hversu mikinn áhuga Malky Mackay, þjálfari Cardiff, sýndi honum. „Þjálfarinn hringdi fjórum sinnum í mig í fríinu. Hann er búinn að tala mikið við Heiðar Helguson en þeir voru saman hjá Watford. Hann sér mig sem varnarsinnaðan miðjumann fyrir framan vörnina. Ég spilaði þar mitt fyrsta tímabil með Coventry sem var mitt besta hjá félaginu. Mér líst vel á þetta og vona að ég geti verið hluti af liði sem fer upp í úrvalsdeildina,“ segir Aron. „Það var alltaf leiðinlegt að spila við Cardiff og núna er maður orðinn hluti af þessu liði,“ segir Aron og hlær. Cardiff hefur verið grátlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina undanfarin ár. Á síðasta tímabili komst liðið í umspil um sæti en datt út í undanúrslitum. Árið áður komst Cardiff alla leið í úrslitaleikinn en beið lægri hlut. Liðið hefur misst sterka leikmenn úr hópnum frá því á síðasta tímabili. „Jú, við misstum nokkra en það er líka búið að semja við sex leikmenn á síðustu vikum. Þjálfarinn er líka nýr og mér líst vel á hann. Í gær fengum við Robbie Earnshaw frá Nottingham Forest sem hefur skorað grimmt fyrir það lið og velska landsliðið.“ Aron Einar, sem er 22 ára gamall, segir líf atvinnumannsins erfitt að því leyti að menn geti verið á stöðugum flutningi. „Ég var búinn að koma mér vel fyrir í Coventry og átti góða félaga í liðinu sem ég á eftir að sakna. En svona er fótboltinn. Ég skipti líka úr AZ Alkmaar á sínum tíma þar sem ég átti marga vini. Í fótboltanum þarf maður að breyta til og fórna ýmsu. En ég lít á þetta sem jákvæðan hlut og reyni að koma mér inn í þetta fljótt,“ segir Aron fullur tilhlökkunar. Spurður hvort það sé einhver veitingastaður eða ísbúð á horninu í Coventry sem hann kveðji með söknuði hlær Aron Einar. „Nei, það er enginn Brynjuís þarna í Coventry.“ Síðasta tímabil hjá Aroni Einari var óvenju langt. Að loknu tímabilinu í Englandi tóku við landsliðsverkefni sem lauk með Evrópumótinu í Danmörku. Hann segist hafa slakað vel á í Dubai undanfarnar tvær vikur þar sem hann lá á sundlaugarbakkanum og hreyfði sig lítið sem ekkert. Aron Einar hélt í morgun í æfingaferð til Spánar með nýju liðsfélögum sínum. „Það er vakning klukkan fjögur (í morgun) þannig að ég kíki rétt heim til Coventry og næ í hreinar nærbuxur. Svo bruna ég aftur til Cardiff, upp á hótel og síðan beint upp í vél,“ sagði Aron í léttum dúr. Hann var nýkominn úr læknisskoðun klukkan fimm að staðartíma en skoðunin tók tæpar átta klukkustundir. Bíltúrinn til Coventry og til baka til Cardiff tekur um fimm tíma og því er líklegt að Aron hafi lítið sofið í nótt. Aron Einar sem hefur spilað 22 landsleiki fyrir Íslands hönd er ekki kominn með treyjunúmer hjá nýja félaginu. Hann veit þó hvað hann vill. „Það er ekki búið að úthluta númerum. En það er enginn númer sautján sem var hjá liðinu í fyrra þannig að ég ætla að reyna að fá hana,“ segir Aron.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira