Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. mars 2011 00:01 Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kvenþjóðarinnar. „Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
„Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira