Leikskólastjóri: Börnin þjást vegna sameiningaráforma 5. febrúar 2011 19:56 Anna Margrét Ólafsdóttir er leikskólastjóri á Nóaborg. Í vikunni fékk hún tölvupóst frá borginni þar sem hún var beðin álits á hugsanlegri sameiningu Nóaborgar við leikskólann Klambra.„Pósturinn var nánast skilaboð um að ég yrði kannski rekin bráðum. og það væri hugmynd uppi um að sameina minn leikskóla og öðrum leikstjóra. Eðlilega brá mér og vorkenndi mér í smá stund en síðan kom í ljós að flestir leikskólastjórar í Reykjavík fengu svipaðan póst og leið svipað og mér."Anna skrifaði grein sem hún birti á Facebook. Þar lýsti hún viðbrögðum sínum við tölvupóstinum, sagði augu sín hafa fyllst af tárum enda leikskólinn hennar líf og ástríða. Hún segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni.„Já, mjög mikil og í raun miklu meiri en ég bjóst við og hélt. Þetta var meira persónulegt en ég hef undantekningalaust fengið bara jákvæð viðbrögð og fólk lýst að það hafi sömu áhyggjur og ég, að það sé ekki nógu faglega að þessu staðið."Boðað hefur verið til fundar á fimmtudag með leikskólastjórum og öðrum fagaðilum vegna málsins. Anna segir fyrirhugað samráð ekkert annað en sýndarleik.„Ég mjög erfitt að sjá að svona fundur skili miklum árangri. Fólk er búið að fá þennan póst að það eigi að sameina hugsanlega og kannski. Og það fara auðvitað allir í að verja sinn skóla og mér finnst pínulítið eins og verið sé að etja fólki saman og fyrirfram hef ég ekki mikla trú á þessum fundi."Anna segir fagmennsku ekki ráða ferðinni.„Það er mjög erfitt að sjá fagmennskuna í þessu. Og í einlægni minni trúði ég því mjög lengi að þetta yrði gert faglega en ég er farin að efast núna og hef verulegar áhyggjur og mestar áhyggjur hef ég af börnunum í þessari stöðu. Starfið felst í því að vera í leik og starfi með börnunum. Og það gefur augaleið að næstu árin sem þetta ferli verður í gangi þá eru það fyrst og fremst börnin sem munu þjást." Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Anna Margrét Ólafsdóttir er leikskólastjóri á Nóaborg. Í vikunni fékk hún tölvupóst frá borginni þar sem hún var beðin álits á hugsanlegri sameiningu Nóaborgar við leikskólann Klambra.„Pósturinn var nánast skilaboð um að ég yrði kannski rekin bráðum. og það væri hugmynd uppi um að sameina minn leikskóla og öðrum leikstjóra. Eðlilega brá mér og vorkenndi mér í smá stund en síðan kom í ljós að flestir leikskólastjórar í Reykjavík fengu svipaðan póst og leið svipað og mér."Anna skrifaði grein sem hún birti á Facebook. Þar lýsti hún viðbrögðum sínum við tölvupóstinum, sagði augu sín hafa fyllst af tárum enda leikskólinn hennar líf og ástríða. Hún segist hafa fengið mikil viðbrögð við greininni.„Já, mjög mikil og í raun miklu meiri en ég bjóst við og hélt. Þetta var meira persónulegt en ég hef undantekningalaust fengið bara jákvæð viðbrögð og fólk lýst að það hafi sömu áhyggjur og ég, að það sé ekki nógu faglega að þessu staðið."Boðað hefur verið til fundar á fimmtudag með leikskólastjórum og öðrum fagaðilum vegna málsins. Anna segir fyrirhugað samráð ekkert annað en sýndarleik.„Ég mjög erfitt að sjá að svona fundur skili miklum árangri. Fólk er búið að fá þennan póst að það eigi að sameina hugsanlega og kannski. Og það fara auðvitað allir í að verja sinn skóla og mér finnst pínulítið eins og verið sé að etja fólki saman og fyrirfram hef ég ekki mikla trú á þessum fundi."Anna segir fagmennsku ekki ráða ferðinni.„Það er mjög erfitt að sjá fagmennskuna í þessu. Og í einlægni minni trúði ég því mjög lengi að þetta yrði gert faglega en ég er farin að efast núna og hef verulegar áhyggjur og mestar áhyggjur hef ég af börnunum í þessari stöðu. Starfið felst í því að vera í leik og starfi með börnunum. Og það gefur augaleið að næstu árin sem þetta ferli verður í gangi þá eru það fyrst og fremst börnin sem munu þjást."
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira