Níumenningarnir: Lögga kölluð fífl í réttarsal SB skrifar 19. janúar 2011 10:44 Frá héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ragnar Aðalsteinsson ræðir við Láru V. Júlíusdóttur saksóknara. Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira