Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt 6. maí 2011 14:52 Ögmundur Jónasson. „Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Það er ljóst að stórhætta skapaðist af uppátæki Medhis en enginn slasaðist. Hann var yfirbugaður af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjórans og var í kjölfarið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu. „Það er mjög dapurlegt hvernig komið er fyrir þessum einstaklingi," segir Ögmundur, en Medhi hefur verið hér á landi í sjö ár. Hann sótti fyrst um hæli árið 2005 og var að lokum hafnað eftir að málið rataði fyrir dómstóla. Aftur á móti var lögum breytt fyrir um ári síðan og var hælisleitendum því gert kleift að sækja um mannúðardvalarleyfi. Því hefur dvöl hans lengst hér á landi en Ögmundur er ekki sammála því að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu í öll þessi ár. „Hann fékk höfnun og hún var svo staðfest af dómstólum. Síðan hefur reglunum verið breytt, til hins betra að mínu mati, og því ekki hægt að tala um að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu," segir Ögmundur. Hann segir málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Ögmundur segir margt benda til þess að viðbrögð hans hafi byggst á misskilningi. Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. Það er ljóst að stórhætta skapaðist af uppátæki Medhis en enginn slasaðist. Hann var yfirbugaður af sérsveitarmönnum ríkislögreglustjórans og var í kjölfarið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu. „Það er mjög dapurlegt hvernig komið er fyrir þessum einstaklingi," segir Ögmundur, en Medhi hefur verið hér á landi í sjö ár. Hann sótti fyrst um hæli árið 2005 og var að lokum hafnað eftir að málið rataði fyrir dómstóla. Aftur á móti var lögum breytt fyrir um ári síðan og var hælisleitendum því gert kleift að sækja um mannúðardvalarleyfi. Því hefur dvöl hans lengst hér á landi en Ögmundur er ekki sammála því að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu í öll þessi ár. „Hann fékk höfnun og hún var svo staðfest af dómstólum. Síðan hefur reglunum verið breytt, til hins betra að mínu mati, og því ekki hægt að tala um að hann hafi verið að velkjast um í kerfinu," segir Ögmundur. Hann segir málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Ögmundur segir margt benda til þess að viðbrögð hans hafi byggst á misskilningi.
Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54