Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni 6. maí 2011 11:54 Mehdi Kavyan Pour. Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi. Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. Mehdi virðist hafa tekið skrifstofu Rauða krossins í gíslingu. Hann hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki úrlausn sinna mála. Sérsveit ríkislögreglustjórans kom á vettvang. Samningamaður reyndi að fá Mehdi út úr húsinu mótþróalaust. Hann brást við með því að hella yfir sig bensíni. Meðal annars slettist vökvi á starfsfólk Rauða krossins. Það er ljóst að starfsfólkið var í mikill hættu. Ástæðan fyrir því að Mehdi grípur til þessar örþrifaráða virðist vera úrræðaleysi innan kerfisins gagnvart hælisleitendum. Þetta er í annað skiptið sem hann kemst í fréttirnar. Það var í nóvember 2008 sem hann, ásamt þremur öðrum hælisleitendum sem gistu á FIT hostelinu, fóru í hungurverkfall. Verkfallið entist í að minnsta kosti tíu daga en Mehdi var að lokum færður á sjúkrahús eftir að hann hætti að neyta vökva. Mehdi sagði í viðtali við mbl.is á þeim tíma að hann hefði starfað fyrir póst- og símamálastofnun í Íran. Hans hlutverk hefði verið að hlera síma almennra borgara. Eftir að trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofunni þar sem hann starfaði, létust tveir samstarfsmenn hans á dularfullan hátt. Sjálfur sagðist hann frekar vilja deyja úr hungri í rúmi sínu á FIT hostel, frekar en að snúa aftur til Íran, og deyja í fangelsi þar í landi. Nú, fjórum árum eftir hungurverkfallið, eru sjö ár liðin síðan hann kom hingað til lands. Honum hefur að minnsta kosti einu sinni verið hafnað um hæli hér á landi. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Mehdi, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Hún sagði Mehdi vera á lögreglustöðinni í skýrslutöku og óljóst um framtíð hans, eins og áður. Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í morgun. Þar segir meðal annars: "Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra. Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga." Svo segir í tilkynningunni að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. Engin slasaðist en Mehdi var yfirbugaður af sérsveitinni sem nýtti slökkviliðstæki til þess að sprauta á hann um leið og hann var handtekinn. Honum tókst aldrei að kveikja eldinn. Mehdi bíður nú eftir mannúðardvalarleyfi.
Tengdar fréttir Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6. maí 2011 09:57
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51