Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur Valur Grettisson skrifar 6. maí 2011 14:25 Haukur Már Helgason, rithöfundur, segir ríkið stunda kerfiðsbundið útlendingahatur. Mynd / Valgarður Gíslason „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum. Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. Það var í morgun sem íranski hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour fann sig knúinn til þess að ganga inn á skrifstofur Rauða krossins þar sem hann hellti svo yfir sig bensíni. Hann hótaði að kveikja í sér fengi hann ekki úrlausn sinna mála. Um örþrifaráð var að ræða. Medhi hefur dvalið hér á landi í sjö ár. Hann kom til Íslands árið 2005 og virðist hafa komið hingað með Norrænu. Frá því hefur líf hans tekið stakkaskiptum. Hann hefur dvalið í einhverskonar lagalegu tómarúmi þar sem hælisleitendur þurfa bíða úrlausn sinna mála í fjölmörg ár. Árið 2008 fékk Medhi fyrst nóg. Hann fór í hungurverkfall og endaði á spítala eftir að hann hætti að drekka vökva. Svo virðist sem það hafi ekki orðið til þess að hreyfa við málum hans þrátt fyrir að þau mótmæli hafi, líkt og nú, ógnað lífi hans, eins og Haukur kemst að orði. „Það eru ekki nema fjórir einstaklingar sem hafa fengið hæli hér á landi um árabil,“ segir Haukur Már sem er ómyrkur í máli og lítur svo á að Útlendingastofnun beiti sínum reglugerðum afar rúmt, og þá helst til þess að skófla hælisleitendum út úr landi. Hann bendir á að stofnunin þrífst í skjóli íslensku þjóðarinnar. „Og það er Íslendinga að koma í veg fyrir að svona viðurstyggð fái að viðgangast,“ segir Haukur Már. Hann endar á því að ítreka áskorun sína til Ögmundar. „Og ég held að það séu margir sem eru tilbúnir að taka undir sjónarmið mín,“ bætir Haukur við. Medhi hefur verið hafnað um dvöl hér á landi en bíður nú svars um það hvort hann fái mannúðardvalarleyfi. Hann var færður á lögreglustöð eftir atvikið hjá Rauða krossinum.
Tengdar fréttir Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6. maí 2011 10:51
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6. maí 2011 11:54