Fótbolti

Sara Björk skoraði í sigri Malmö

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara Björk í landsleik með Íslandi.
Sara Björk í landsleik með Íslandi. Mynd/Daníel
LdB Malmö sem þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir leika með heldur sigurgöngu sinni áfram í kvennaknattspyrnunni í Svíþjóð. Liðið sigraði Jitex á útivelli í dag með þremur mörkum gegn einu. Sara Björk skoraði þriðja mark liðsins.

Með sigrinum heldur LdB Malmö toppsæti deildarinnar. Liðið hefur þriggja stiga forskot á Umeå á útivelli sem sigraði Piteå 3-1.

Fleiri íslenskar landsliðskonur eru í eldlínunni í dag. Nú stendur yfir viðureign Örebro og Linköping en Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir leika með fyrrnefnda liðinu.

Þá eru Dóra María Lárusdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir í byrjunarliði Djurgården sem sækir Tyresö heim.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjunum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×