Enski boltinn

Smalling "bara með hálsbólgu“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguston, stjóri Manchester United, segir það rangt að Chris Smalling sé með einkirningasótt eins og enska dagblaðið Daily Mail fullyrti í morgun. Hann sé hins vegar með hálskirtlabólgu en verði aftur klár í slaginn von bráðar.

Daily Mail sagði að Smalling yrði mögulega frá í þrjá mánuði vegna veikindanna en Ferguson sagði það alrangt. „Ég sá blaðið. En það eru ansi fjarri sannleikanum þar sem hann er með hálskirtlabólgu."

Smalling gæti spilað með United gegn Newcastle á miðvikudaginn eða gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni um aðra helgi.

United mætir Blackburn á morgun en Ferguson var vongóður um að Phil Jones gæti spilað með í leiknum og sagði einnig að Rio Ferdinand ætti lítinn möguleika á að ná leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×