Fótbolti

Er þetta flottasta sjálfsmark sögunnar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjálfsmark Nígeríumannsins Baise Festus hefur farið eins og eldur um sinu um netið enda kemur þetta mark örugglega til greina sem eitt flottasta sjálfsmark allra tíma.

Það er hægt að sjá markið með því að smella hér fyrir ofan. Baise Festus fékk þá boltann aftur fyrir sig við vítateigslínuna og af einhverjum ókunnum ástæðum ákvað hann að skutla sér fram og sparka boltanum með hælnum í átt að marki.

Útkoman er stórbrotið sjálfsmark en því miður gat Baise Festus ekki fagnað þessu marki þótt að hann hafi eflaust ekki skorað fallegra mark á ferlinum.

Baise Festus er fyrirliði Citizens FC frá Hong Kong en liðið var þarna að mæta Sunray Cave FC á dögunum. Festus gat þó andað léttar í leikslok því lið hans vann leikinn 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×