Enski boltinn

Meiðsli Heiðars ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson spilaði ekki með QPR gegn Liverpool í dag en hann er að glíma við smávægileg meiðsli í nára. Því var ákveðið að taka enga sénsa og láta hann hvíla í dag.

Þetta staðfesti Heiðar í viðtali á vef Morgunblaðsins. Ástæðuna sagði hann að margir mikilvægir leikir væru fram undan. „Við eigum leiki gegn Manchester United og Sunderland á sunnudag og miðvikudga,“ sagði Heiðar sem fyrr í dag val valinn knattspyrnumaður ársins af KSÍ.

Heiðar hefur skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu og er langmarkahæsti leikmaður QPR.

Án hans tókst QPR ekki að skora í dag en liðið tapaði fyrir Liverpool, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×