Enski boltinn

Ferguson: Vonandi kemst Rooney á skrið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson var ánægður með sína leikmenn eftir 4-1 sigurinn á Wolves í dag en liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City sem á leik til góða.

„Leikmennirnir stóðu sig vel. Þeir skoruðu mikið af mörkum gegn góðu Wolves-liði sem spilaði vel í dag,“ sagði Ferguson en United féll úr Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni eftir að hafa tapað fyrir Basel í Sviss.

Wayne Rooney skoraði í dag sitt fyrsta mark í langan tíma og fagnaði Ferguson því. „Stundum skora sóknarmenn í kippum og vonandi er Wayne að komast á gott skrið í markaskoruninni sem mun endast fram yfir áramót.“

„Ég hef alltaf sagt að desember sé mikilvægur mánuður. Ef okkur tekst að halda okkur í baráttunni fram yfir áramót þá eigum við góðan möguleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×