Enski boltinn

Warnock: Cerny átti ekki skilið að tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Radek Cerny átti frábæran leik í dag en náði ekki að koma í veg fyrir tap.
Radek Cerny átti frábæran leik í dag en náði ekki að koma í veg fyrir tap. Nordic Photos / Getty Images
Neil Warnock, stjóri QPR, segir að það hafi verið verðskuldað að besti maður vallarins í leik sinna manna gegn Liverpool, hafi skorað sigurmark leiksins. Það gerði Luis Suarez en Liverpool vann, 1-0.

Liverpool var með talsverða yfirburði í leiknum en leikmenn QPR vörðust fimlega og þá sérstaklega markvörðurinn Radek Cerny.

„Luis Suarez var frábær og viðeigandi að hann skoraði sigurmarkið. Við gleymdum honum alveg þegar markið kom en þetta er það sem góðir leikmenn gera,“ sagði Warnock.

„Við sköpuðum Pepe Reina aldrei nein vandræði í marki Liverpool en þeir voru þó enn að naga neglurnar tíu mínútum fyrir leikslok. Það segir sitt um mína menn sem voru frábærir.“

„Radek Cerny er mikill fagmaður og átti ekki skilið að vera í tapliðinu í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×