Enski boltinn

Nasri: Þurfum helst að óttast United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nasri í leik með Manchester City.
Nasri í leik með Manchester City. Mynd. / Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, telur að mesta ógnin í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn stafi af nágrönnum þeirra í Manchester United. Nasri telur að lið Chelsea sé einfaldlega ekki nægilega gott til að keppa um þann stóra.

Þrátt fyrir að Chelsea og Arsenal séu einu ensku liðin sem komust áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu telur Nasri þau ekki vera nægilega vel mönnuð til að eiga möguleika gegn Manchester-liðunum.

Manchester City heldur til London á morgun þar sem liðið mætir Chelsea í stórleik umferðarinnar annað kvöld.

„Manchester United er enn okkar helsti keppinautur í titilbaráttunni," sagði Nasri við blaðamenn ytra.

„Þeir hafa reynsluna fram yfir öll önnur lið í deildinni. Við höfum náð frábærum úrslitum gegn stóru liðunum og því þurfum við ekkert að óttast leikinn á morgun".

„Við höfum mikið sjálfstraust og ætlum okkur að pressa þá mikið alveg frá fyrstu mínútu, rétt eins og Liverpool gerði á dögunum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×