Enski boltinn

Real Madrid mun gera allt til að ná í Robin van Persie

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin van Persie
Robin van Persie Mynd. / Getty Images
Spænska stórveldið Real Madrid ætlar að leggja höfuðáherslu á að tryggja sér þjónustu Robin van Persie frá Arsenal næsta sumar.

Van Persie hefur gefið það út í fjölmiðlum að hann ætli sér að hefja viðræður við Arsenal eftir núverandi tímabil og hefur leikmaðurinn hug á að vera áfram hjá enska félaginu.

Núverandi samningur hans við Arsenal rennur út 2013 og ef hann semur ekki við Arsenal næsta sumar mun félagið að öllum líkindum selja þennan magnaða framherja í stað þess að missa hann á frjálsri sölu frá klúbbnum.

Manchester City ætlar sér einnig að festa kaup á Hollendingnum, en forráðamenn Real Madrid eru vongóðir um að klófesta leikmanninn. Þeir telja að van Persie sé ekki reiðubúinn að leika fyrir annað lið innan Englands og vilji því frekar koma til Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×