Fótbolti

Barcelona mætir Al-Sadd í undanúrslitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Barcelona eftir sigurinn á Real Madrid í gær.
Leikmenn Barcelona eftir sigurinn á Real Madrid í gær. Mynd. / Getty Images
Barcelona mun mæta Al-Sadd í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í Japan.

Barcelona tekur þátt í keppninni fyrir hönd Evrópu þar sem þeir unnu Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Al-Sadd, sem er frá Katar, bar sigur úr býtum, 2-1, gegn Afríkumeisturunum Esperance frá Túnis í gær og verða því andstæðingar Barcelona.

Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 15. desember, en hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á miðvikudaginn. Úrslitaleikurinn fer síðan fram þann 18. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×