Íslenski boltinn

Halmstad á eftir Guðjóni Baldvinssyni

Hörður Magnússon skrifar
Svo gæti farið að framherjinn Guðjón Baldvinsson reyni aftur fyrir sér erlendis en en sænska félagið Halmstad er með Guðjón undir smásjánni. Halmstad féll úr sænsku A-deildinni á síðasta tímabili. Ekki hefur formlegt tilboð borist til KR en Svíarnir sendu fyrirspurn um Guðjón Baldvinsson á dögunum.Forráðamenn KR svöruðu því og bíða KR-ingar eftir formlegu kauptilboði frá Halmstad í sóknarmanninn.Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur Guðjón mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Halmstad en hann lék á sínum tíma með öðru sænsku liði GAIS. Jónas Guðni Sævarsson leikur með Halmstad en hann lék með KR og Keflavík á sínum tíma.Töluverður áhugi er hjá erlendum liðum á nokkrum leikmönnum Íslands-og bikarmeistara KR. Hannes Þór Halldórsson,Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson og Baldur Sigurðsson eru þar nefndir til sögunnar en eins og hefur sýnt sig þá er áhugi ekki sama og samningur.Guðjón Baldvinsson skoraði átta mörk fyrir KR í Pepsi deildinni í sumar.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.