Fótbolti

Fagnaði með því að setja á sig jólasveinahúfu

Argentínski miðjumaðurinn Jonatan Germano, leikmaður Melbourne Heart, er kominn í jólaskap og hann fagnaði marki um helgina með því að setja á sig jólasveinahúfu.

Húfan var vel geymd í stuttbuxum leikmannsins sem augljóslega var nokkuð viss um að ná að skora í leiknum. Aðrir leikmenn óskuðu ekki eftir því að fá húfuna lánaða er þeir skoruðu í leiknum.

Dómarinn var aftur á móti ekki í neinu jólaskapi og spjaldaði leikmanninn fyrir fagnaðarlætin.

Atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×