Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona og goðsögn innan Katalóníufélagsins, vill frekar sjá Xavi fá Gullbolta FIFA í ár en að Lionel Messi vinni verðlaunin einu sinni enn.
Lionel Messi þykir líklegastur til að vera kosinn besti knattspyrnumaður heims þriðja árið í röð eftir að hafa farið á kostum með Barcelona og skorað 50 mörk í 52 leikjum á árinu.
Barcelona vann bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeildina á þessu ári og því kemur kannski mesta samkeppnin frá hans eigin liðsfélögum.
„Þetta fer allt eftir því hvernig þú horfir á fótbolta. Xavi á þessi verðlaun skilin en ekki af því að hann er besti leikmaðurinn heldur af þvi að hann er sá leikmaður sem skapar aðstæður fyrir aðra leikmenn til að blómstra," segir Johan Cruyff.
Margir eru þeirrrar skoðunar að ein aðalástæðan fyrir því, af hverju Lionel Messi er óstöðvandi hjá Barcelona en sé í vandræðum með argentínska landsliðinu, sé að það sé enginn Xavi í argentínska landsliðinu.
Cruyff: Xavi á að fá Gullboltann frekar en Messi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn