Fótbolti

Capello vill sleppa við að mæta Írum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, vill ekki lenda í riðli með Írlandi þegar dregið verður í riðla í EM 2012 í dag.

„Ég talaði við Giovanni Trapattoni og aðstoðarmann hans Marco Tardelli eftir að þeir komust áfram og þeir voru báðir mjög ánægðir. Þetta er frábær árangur hjá írska liðinu og þjálfara þess," sagði Fabio Capello.

„Ég vona að við lendum ekki í riðli með Írum. Löndin eru nágrannar og þarna væru tveir ítalskir þjálfarar að mætast svo ég vil helst sleppa við að mæta þeim. Það væri áhugavert en ekki óskadráttur. Við gerum ekki lent í riðli með Ítölum en ég er alls ekki spenntur fyrir að mæta öðrum ítölskum þjálfara," sagði Capello.

„Það er líka nauðsynlegt að sleppa við það að lenda með bestu þjóðunum í fyrsta styrkleikaflokki, Spáni og Hollandi. Það væri líka gott að losna við að mæta Portúgal og Frakklandi í þriðja og fjórða styrkleikaflokki," sagði Capello.

Englendingar eru í öðrum styrkleikaflokki og geta þar með ekki lent í riðli með Ítalíu, Þýskalandi og Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×