Fótbolti

Ronaldo á að redda málunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo á hápunkti frægðar sinnar.
Ronaldo á hápunkti frægðar sinnar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ronaldo hefur tekið sæti í skipulagsnefnd HM í fótbolta sem fer fram í Brasilíu 2014. Það var tilkynnt í gær að þessi markahæsti leikmaður úrslitakeppni HM frá upphafi hafi samþykkt að sitja í nefndinni sem hefur staðið í ströngu í undirbúningi keppninnar.

Ronaldo var eflaust fenginn til að bæta ímynd nefndarinnar enda hefur gengið á ýmsu í undirbúningi keppninnar sem fer fram eftir aðeins 30 mánuði. Það hafa verið miklar tafir á framkvæmdum auk ásakanir um spillingu hjá formanni hennar Ricardo Teixeira.

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þessa áskorun og við ætlum að sýna að við erum stolt af því að fá að halda HM í Brasilíu," sagði Ronaldo.

„Þetta er ekki HM fyrir FIFA eða fyrir brasilíska sambandið eða fyrir stjórnvöld. Þetta er HM fyrir fólkið og brasilíska þjóðin þarf að vera stolt af þessari keppni og hjálpa til," sagði Ronaldo.

„Nú er góður tímapunktur til að fá alla til að sameinast í því að ná okkur markmiðum og halda flotta keppni. Ég vil gera þetta fyrir brasilísku þjóðina," sagði Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×