Fótbolti

Holland og Þýskaland í dauðariðlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco van Basten dró lið Hollands úr hattinum í dag.
Marco van Basten dró lið Hollands úr hattinum í dag. Nordic Photos / AFP
B-riðill á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu næsta sumar verður hinn svokallaði dauðariðill. Þar lentu lið Hollands, Þýskalands, Portúgal og Danmerkur saman.

Dregið var í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag en mótið hefst þann 8. júní með opnunarleik Pólverja gegn Grikklandi í Varsjá. Sá leikur er í A-riðli sem virðist við fyrstu sýn heldur óspennandi fyrir knattspyrnuáhugamenn hér á landi.

Ítalía og Spánn lentu saman í C-riðli og þá eru Englendingar í mjög sterkum D-riðli með Frökkum, Svíum og Úkraínu.

A-riðill: Pólland, Grikkland, Rússland, Tékkland.

Leikirnir:

8. júní kl. 16.00: Pólland - Grikkland (opnunarleikur mótsins)

8. júní kl. 18.45: Rússland - Tékkland

12. júní kl. 16.00: Grikkland - Tékkland

12. júní kl. 18.45: Pólland - Rússland

16. júní kl. 18.45: Tékkland - Pólland

16. júní kl. 18.45: Grikkland - Rússland

B-riðill: Holland, Danmörk, Þýskaland, Portúgal.

Leikirnir:

9. júní kl. 16.00: Holland - Danmörk

9. júní kl. 18.45: Þýskaland - Portúgal

13. júní kl. 16.00: Danmörk - Portúgal

13. júní kl. 18.45: Holland - Þýskaland

17. júní kl. 18.45: Portúgal - Holland

17. júní kl. 18.45: Danmörk - Þýskaland

C-riðill: Spánn, Ítalía, Írland, Króatía.

Leikirnir:

10. júní kl. 16.00: Spánn - Ítalía

10. júní kl. 18.45: Írland - Króatía

14. júní kl. 16.00: Ítalía - Króatía

14. júní kl. 18.45: Spánn - Írland

18. júní kl. 18.45: Króatía - Spánn

18. júní kl. 18.45: Ítalía - Írland

D-riðill: Úkraína, Svíþjóð, Frakkland, England.

Leikirnir:

11. júní kl. 16.00: Frakkland - England

11. júní kl. 18.45: Úkraína - Svíþjóð

15. júní kl. 16.00: Svíþjóð - England

15. júní kl. 18.45: Úkraína - Frakkland

19. júní kl. 18.45: England - Úkraína

19. júní kl. 18.45: Svíþjóð - Frakkland

Efstu tvö liðin úr hverjum riðli komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar sem hefjast þann 21. júní. Undanúrslitin verða svo leikin 27. og 28. júní og úrslitaleikurinn í Kænugarði þann 1. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×