Innlent

Drífa Snædal: Hrósar stúlkunni sem kærði Gillz fyrir hugrekki

Drífa Snædal.
Drífa Snædal.
Drífa Snædal, fyrrverandi fræðslustýra hjá Samtökum um Kvennaathvarf segir í pistli sínum á vefmiðlinum Smugunni að stúlkan sem hefur kært Egil Einarsson og kærustu fyrir nauðgun, eigi hrós skilið.

Drífa tekur ofan fyrir stúlkunni og hrósar henni fyrir hugrekki sitt.

Hún bendir á að Egill Einarsson, þekktur sem Gillzenegger, sé þjóðþekktur einstaklingur og verði hann sakfelldur muni það hafa miklar afleiðingar í för með sér. Í pistlinum tekur drífa fram að framleiðsla standi nú yfir á sjónvarpsþáttum byggðum á ritverki hans ásamt því að ný bók eftir hann hafi nýlega komið út.

Einnig bendir Drífa á að Egill hafi verið viðriðin útgáfu símaskrárinnar á vegum Já.is.

Vegna hagsmuna Egils telur Drífa að stúlkan standi frammi fyrir miklu valdamisræmi. Drífa hvetur hið opinbera til að viðurkenna þetta misræmi og styðja við bakið á stúlkunni.

Árið 2007 birti Egill þessi ummæli um Drífu á bloggsíðu sinni:

„Fréttastofan hefur tilnefnt Ásgeir Kolbeinsson og Jamal Johnson í að tittlinga Drífu ASAP".

Ummælin féllu eftir að Drífa var gestur í Kastljósinu á RÚV. Færslan var tekin út af bloggsíðu Egils í kjölfar lögreglurannsóknar. Ákæra var aldrei gefin út í málinu.

Hægt er að lesa pistil Drífu hér.


Tengdar fréttir

Par kært fyrir nauðgun - segir kærustuna hafa horft upp á ofbeldið

Par hefur verið kært fyrir nauðgun í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fórnarlambið er átján ára stúlka. Lögregla er með málið til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur parið einnig kært stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Maðurinn var yfirheyrður í dag.

Gillz kærður fyrir nauðgun

Egill Einarsson, kallaður Gillzenegger, hefur verið kærður fyrir nauðgun. Það er Eyjan.is sem greinir frá þessu.

Gillz segir nauðgunarásakanir fráleitar

Egill Einarsson, eða Gillzenegger, segir ásakanir um nauðgun fráleitar og eingöngu til þess fallnar að sverta mannorð sitt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendi Vísi fyrir stundu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.