Fótbolti

Messi, Ronaldo og Xavi koma til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi hefur átt ótrúlegt knattspyrnuár.
Lionel Messi hefur átt ótrúlegt knattspyrnuár. Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt að þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Xavi Hernandez hafi orðið í þremur efstu sætunum í árlegu kjöri um knattspyrnumann ársins í heiminum.

Messi hefur unnið þessi verðlaun síðustu tvö árin en Xavi varð í öðru sæti í kjörinu í fyrra. Þeir eru báðir leikmenn Barcelona.

Cristiano Ronaldo var kosinn bestur árið 2008 en í dag leikur hann með Real Madrid. Hann hefur tvisvar verið í öðru sæti.

Mark Wayne Rooney hjá Manchester United kemur til greina sem mark ársins og stjóri liðsins, Alex Ferguson, er tilnefndur sem þjálfari ársins. Aðrir sem koma til greina eru Pep Guardiola, Barcelona, og Jose Mourinho, Real Madrid.

Messi skoraði 53 mörk í öllum keppnum á síðasta keppnistímabili og er líklegastur til að hljóta útnefninguna þriðja árið í röð.

Marta frá Brasilíu, Homare Sawa frá Japan og Abby Wambach frá Bandaríkjunum voru tilnefndar sem knattspyrnukona ársins. Marta hefur hlotið útnefninguna í fimm ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×