Fótbolti

Sunnudagsmessan: Lampard rak sig í

Frank Lampard var greinilega ósáttur við að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi tekið sig af velli í 3-0 sigrinum á Newcastle um helgina.

Lampard rak höfuðið í á leið sinni að varamannabekknum en atvikið var tekið fyrir í Sunnudagsmessunni um helgina. Þar var rætt um stöðu Lampard sem hefur mátt sætta sig við að spila minna að undanförnu en á síðustu árum sínum hjá liðinu.

Þeir Guðmundur Bendiktsson, Tryggvi Guðmundsson og Lúðvík Arnarson velta einnig fyrir sér stöðu Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og aðkomu Roman Abramovic eiganda að félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×