Enski boltinn

Arsenal vígir styttu af þremur goðsögnum um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Adams.
Tony Adams. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal ætlar að afhjúpa nýja styttu fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudaginn en hún var gerð í tilefni af 125 ára afmæli félagsins. Styttan er af þremur goðsögnum úr sögu félagsins, Herbert Chapman, Tony Adams og Thierry Henry.

Herbert Chapman var stjóri liðsins á fyrri hluta síðustu aldar og undir hans stjórn var Arsenal enskur meistari í fyrsta sinn árið 1931 og 1933.

Tony Adams var fyrirliði hjá mjög sigursælu liði Arsenal og var fyrirliði í fjórum meistaraliðum félagsins: 1989, 1991, 1998 og 2002.

Thierry Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann skoraði 226 mörk í 369 leikjum frá 1999 til 2007 og varð tvisvar enskur meistari og þrisvar bikarmeistari með félaginu.

Það er þegar búið að gera styttu af stjóranum Arsene Wenger en hún er í anddyrinu á Emirates-leikvanginum. Það má búast við að nýja styttan verði skyldustopp hjá stuðningsmönnum Skyttnanna þegar þeir mæta á Emirates-leikvanginn í framtíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×