Enski boltinn

Walker hefur trú á Tottenham í titilslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyle Walker í leik með Tottenham.
Kyle Walker í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Kyle Walker, bakvörðurinn ungi hjá Tottenham, hefur fulla trú á sínum mönnum og segir að liðið eigi möguleika á að vinna enska meistaratitilinn í vor.

Tottenham hefur spilað ellefu leiki í röð án þess að tapa og þar af unnið tíu. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester United en á þó leik til góða. Manchester City er á toppnum, sjö stigum á undan Tottenham.

„Af hverju ekki? Miðað við þann hóp leikmanna sem við erum með er þetta alls ekki ómögulegt,“ sagði Walker við enska fjölmiðla. „Ég trúi því oftast ekki sjálfur að ég fái að spila miðað við þá leikmenn sem eru ekki að spila mikið þessa dagana. Þetta eru allt hágæðaleikmenn og landsliðsmenn þar að auki.“

„Það er frábært að umgangast strákana því enginn þeirra er með of stórt egó. Við vinnum sem eitt lið og njótum þess að vera saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×