Enski boltinn

Jarðaför Gary Speed verður aðeins fyrir þá nánustu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Jarðaför Gary Speed fer fram seinna í þessari viku og mun hún fara fram í Wales. Útförin mun fara fram fyrir luktum dyrum og aðeins fjölskylda hans og nánustu vinum verður boðið. Speed svipti sig lífi sunnudagsmorguninn 27. nóvember og öll breska þjóðin sameinaðist í sorg.

Hinn almenni borgari mun þó fá tækifæri til að minnast Gary Speed á sérstakri minningarathöfn sem mun fara fram í byrjun næsta árs en auk þess hafa liðin, sem Speed spilaði með, sett á laggirnar minningarathafnir í kringum heimaleiki sína.

„Louise Speed og fjölskylda hennar vill þakka fyrir rausnarlegan og innilegan virðingavott sem Gary hafi verið sýnt bæði af almenningi og fjölmiðlum. Frú Speed er sérstaklega þakklát fyrir það hvernig fjölmiðlar hafa virt einkalíf fjölskyldunnar á þessu einstaklega erfiðu tímum," sagði í yfirlýsingu á vegum stjórasamtaka í ensku deildinni.

„Hún gerir sér grein fyrir því að Gary snerti líf margra og að allir vilja fá tækifæri til að þakka honum fyrir þá gleði sem hann gaf þeim. Þess vegna mun fara fram sérstök minningarathöfn sem fyrst og vonandi geta allir þeir sem óska að vera þar tækifæri til að minnast Gary á sinn hátt," sagði ennfremur í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×