Enski boltinn

Inter mun ekki kaupa Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með Manchester City.
Carlos Tevez í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter hafa útilokað að félagið muni kaupa Carlos Tevez frá Manchester City.

Tevez hefur verið í ónáð hjá Roberto Mancini, stjóra City, eftir að hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik City gegn Bayern München fyrr í haust.

AC Milan hefur þegar gefið út að það hafi áhuga á að fá Tevez á láni frá City nú í næsta mánuði með þann möguleika fyrir augum að kaupa hann næsta sumar. En Mancini segir að lánssamningur komi ekki til greina, aðeins að Tevez verði seldur.

Tevez fór í leyfisleysi til síns heima í Argentínu í síðasta mánuði og hefur enn ekki snúið til baka til Englands.

Enn er óvíst hvað tekur við hjá kappanum en sem stendur virðist líklegast að hann endi í AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×