Enski boltinn

O'Neill ætlar að gefa Gyan annað tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Martin O'Neill, nýráðinn stjóri Sunderland, segir að það komi vel koma til greina að fá sóknarmanninn Asamoah Gyan aftur til félagsins.

Gyan var lánaður til Al-Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nú í haust þar sem hann fær þrefalt hærri laun en hjá Sunderland, um 120 þúsund pund á viku.

Sunderland keypti kappann á sex milljónir punda en honum sinnaðist svo við Steve Bruce, fyrrum stjóra Sunderland sem var rekinn á dögunum.

O'Neill hefur nú tekið við og ætlar að athuga hvort það er hægt að kalla hann til baka úr láni frá Al-Ain. „Það er eitthvað sem ég ætla að skoða. Ég þarf að komast að því hver okkar staða í þessu máli er,“ sagði O'Neill.

„Ég óska nýja stjóranum, Martin O'Neill, alls hins besta,“ lét Gyan hafa eftir sér nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×