Enski boltinn

Allardyce vill fá Anelka til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri West Ham.
Sam Allardyce, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að hann myndi gjarnan vilja fá sóknarmanninn Nicolas Anelka til liðs við West Ham frá Chelsea en þá ekki fyrr en næsta sumar.

Anelka hefur farið fram á sölu frá Chelsea og talið langlíklegast að hann fari frá félaginu strax í næsta mánuði. Hann var sagður fyrr í vikunni á leið til kínverska félagsins Shanghai Shenhua en Allardyce ætlar að fylgjast vel með gangi mála.

„Ef Nicolas stendur okkur til boða hefði ég mjög mikinn áhuga á að fá hann,“ sagði Allardyce í viðtali við The Sun í dag. „Ég hef ekki haft samband við Chelsea vegna þessa en ég mun fylgjast með þessu.“

„En það kæmi þá bara til greina að fá hann frítt næsta sumar í stað þess að eltast við hann þegar að opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.“

„Við þurfum fyrst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Þá fyrst eigum við möguleika á því að semja við jafn sterka leikmenn og Anelka.“

Allardyce þekkir Anelka vel því franski framherjinn lék undir stjórn hans hjá Bolton á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×