Enski boltinn

United staðfestir að tímabilið sé búið hjá Vidic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic eftir að hann meiddist í leiknum gegn Basel.
Nemanja Vidic eftir að hann meiddist í leiknum gegn Basel. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Nemanja Vidic, fyrirliði liðsins, verði frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband í hné.

„Tímabilið hjá Nemanja er búið," sagði Ferguson. „Þetta eru slæmar fréttir og mikill missir fyrir liðið."

Vidic meiddist í leik United gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann sneri á sér hægra hnéð þegar hann var í baráttu við Marco Streller, leikmann Basel.

Hann kallaði umsvifalaust eftir hjálp, var borinn af velli og var svo á hækjum eftir leikinn. Þetta er enn eitt áfallið fyrir United sem tapaði fyrir Basel og féll þar með úr leik í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður: Vidic er með slitið krossband

Umboðsmaður varnarmannsins Nemanja Vidic hjá Manchester United hefur gefið í skyn að kappinn spili ekki meira á tímabilinu þar sem hann sé með slitið krossband í hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×