Enski boltinn

Ferguson fyrir tveimur vikum: Við í vandræðum - er þér alvara?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson gekk út af blaðamannafundi fyrir aðeins tveimur vikum síðan þegar hann var spurður af hverju tvö bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar ættu erfitt uppdráttar í Meistaradeild Evrópu.

„Er þér full alvara,“ svaraði Ferguson gáttaður. „Við eigum ekki erfitt uppdráttar,“ bætti hann við um leið og hann stóð upp og gekk út af fundinum. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan.

Nú, tveimur vikum síðar, eru bæði Manchester United og Manchester City úr leik í Meistaradeildinni og keppa í Evrópudeild UEFA eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×