Enski boltinn

Warnock finnur til með Luis Suarez: Hefði jafnvel brugðist eins við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Mynd/Nordic Photos/Getty
Neil Warnock, stjóri Queens Park Rangers, hefur samúð með Liverpool-manninum Luis Suarez en Úrúgvæamaðurinn sýndi stuðningsmönnum Fulham fingurinn eftir að hafa mátt þola stanslausar svívirðingar á Craven Cottage á dögunum.

Liverpool tapaði leiknum 0-1 og Luis Suarez skoraði eitt mark í leiknum sem var dæmt ranglega af vegna rangstöðu. Hann hefur nú ekki skorað í sjö deildarleikjum í röð. Stuðningsmenn Fulham kölluðu hann meðal annars svindlara við hvert tækifæri.

„Enska knattspyrnusambandið þarf líka að skoða söngva og svívirðingar stuðningsmanna og sekta félög ef stuðningsmenn þeirra leggja leikmenn í einelti eins og þeir gerðu í tilfelli Suarez," sagði Neil Warnock og bætti við:

„Ég hefði freistast til að bregðast eins við og Suarez ef ég hefði mátt þola svona í heilan leik," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×