Enski boltinn

Ferdinand: Við komum til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferdinand, lengst til vinstri, ásamt þeim Wayne Rooney og Patrice Evra í leiknum gegn Basel.
Ferdinand, lengst til vinstri, ásamt þeim Wayne Rooney og Patrice Evra í leiknum gegn Basel. Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand segir að leikmenn Manchester United muni koma sterkir til baka í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni í vikunni.

United tapaði fyrir Basel í Sviss í vikunni og fyrir vikið komst liðið ekki áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Þess í stað spilar United í Evrópudeild UEFA eftir áramót.

Liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri keppni við Manchester City sem trónir á toppi deildarinnar. City féll reyndar einnig úr Meistaradeildinni í vikunni.

„Það er klárt mál að við erum nógu góðir til að ná okkur aftur á strik,“ sagði varnarmaðurinn Rio Ferdinand. „Það eru bara tvær vikur síðan að fólk sagði að við yrðum meistarar og allt það. Það breytist ekki eftir einn leik í Evrópukeppni.“

„Það eru margir leikmenn hjá félaginu með ómetanlega reynslu. Það mun hafa mikið að segja á þessari stundu. Ég hef engar áhyggjur af leiknum gegn Wolves um helgina. Við verðum klárir í slaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×