Larsson tryggði Sunderland dramatískan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sebastian Larsson var hetja Sunderland þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Simon Vukcevic kom Blackburn yfir strax á sautjándu mínútu leiksins og höfðu gestirnir forystu í leiknum allt þar til á 84. mínútu er David Vaughan jafnaði metin fyrir Sunderland. Sunderland fékk svo aukaspyrnu rétt utan vítateigs í uppbótartíma og Larsson, sem er frábær spyrnumaður, setti boltann yfir varnarvegginn í markhornið nær - stöngina og inn. Larsson klúðraði vítaspyrnu um síðustu helgi en þá tapaði Sunderland fyrir Wolves, 2-1. Þetta var fyrsti leikur liðsins sem Martin O'Neill stýrir Sunderland en hann tók nýverið við liðinu af Steve Bruce. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan í lok október en liðið komst upp úr fallsæti með sigrinum og er nú í sextánda sæti með fjórtán stig. Blackburn er hins vegar enn í fallsæti en liðið er með tíu stig í nítjánda og næstneðsta sæti. Liðið vann góðan 4-2 sigur á Swansea í síðustu umferð en annars hefur allt gengið hjá afturfótunum hjá Steve Kean og hans mönnum. Hvort að Kean haldi starfi sínu mikið lengur er óvíst. Til að bæta gráu á svart þurfti að bera Jason Lowe, leikmann Blackburn, meiddan af velli eftir slæmt samstuð við Larsson í blálok leiksins. Þá nokkur töf var á leiknum vegna þessa og virtist Lowe nokkuð illa slasaður. Vuckevic skoraði með skalla af stuttu færi eftir að Keiren Westwood varði frá Christopher Samba. Sunderland fékk þó fullt af fínum færum í fyrri hálfleik og stýrði leiknum lengst af í þeim síðari. Það bar loks árangur þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Vaughan skoraði með föstu skoti rétt utan vítateigs en Paul Robinson, sem átti annars góðan leik, átti ekki möguleika á að verja. Sunderland skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma, sem fyrr segir. Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Sebastian Larsson var hetja Sunderland þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Simon Vukcevic kom Blackburn yfir strax á sautjándu mínútu leiksins og höfðu gestirnir forystu í leiknum allt þar til á 84. mínútu er David Vaughan jafnaði metin fyrir Sunderland. Sunderland fékk svo aukaspyrnu rétt utan vítateigs í uppbótartíma og Larsson, sem er frábær spyrnumaður, setti boltann yfir varnarvegginn í markhornið nær - stöngina og inn. Larsson klúðraði vítaspyrnu um síðustu helgi en þá tapaði Sunderland fyrir Wolves, 2-1. Þetta var fyrsti leikur liðsins sem Martin O'Neill stýrir Sunderland en hann tók nýverið við liðinu af Steve Bruce. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan í lok október en liðið komst upp úr fallsæti með sigrinum og er nú í sextánda sæti með fjórtán stig. Blackburn er hins vegar enn í fallsæti en liðið er með tíu stig í nítjánda og næstneðsta sæti. Liðið vann góðan 4-2 sigur á Swansea í síðustu umferð en annars hefur allt gengið hjá afturfótunum hjá Steve Kean og hans mönnum. Hvort að Kean haldi starfi sínu mikið lengur er óvíst. Til að bæta gráu á svart þurfti að bera Jason Lowe, leikmann Blackburn, meiddan af velli eftir slæmt samstuð við Larsson í blálok leiksins. Þá nokkur töf var á leiknum vegna þessa og virtist Lowe nokkuð illa slasaður. Vuckevic skoraði með skalla af stuttu færi eftir að Keiren Westwood varði frá Christopher Samba. Sunderland fékk þó fullt af fínum færum í fyrri hálfleik og stýrði leiknum lengst af í þeim síðari. Það bar loks árangur þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Vaughan skoraði með föstu skoti rétt utan vítateigs en Paul Robinson, sem átti annars góðan leik, átti ekki möguleika á að verja. Sunderland skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma, sem fyrr segir.
Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira