Innlent

Enn í haldi vegna skotárásarinnar

mynd/ egill.
Það ræðst í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds verði krafist yfir karlmanni á þrítugsaldri vegna skotárásar á bíl við austanverðan Elliðaárvog á föstudagskvöld, en hann gaf sig fram við lögreglu í gær.

Áður var búið að handtaka og úrskurða félaga hans í gæsluvarðhald og þriðja mannsins er enn leitað. Talið er að hann hafi líka átt hlut að máli, en mennirnir skutu tvisvar á bílinn og brotnaði meðal annars rúða í bílnum, en ökumann sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×