Innlent

Þrír handteknir eftir að kannabisræktun var stöðvuð

Kannabis. Mynd tengist frétt ekki beint.
Kannabis. Mynd tengist frétt ekki beint. mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í síðustu viku. Í framhaldinu var farið í tvær húsleitir til viðbótar, aðra á höfuðborgarsvæðinu en hina á Suðurnesjum.

Kókaín fannst á fyrrnefnda staðnum en á hinum reyndist vera önnur kannabisræktun. Þar og í Garðabæ var samanlagt að finna nokkra tugi plantna.

Þrír karlar, tveir á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar en við húsleitirnar var ennfremur lagt hald á ýmsa muni, m.a. fartölvur.

Lögreglan á Suðurnesjum veitti aðstoð við húsleitina í umdæmi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×