Innlent

Byssan úr Bryggjuhverfi enn ófundin - einn laus úr haldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan gerði mikla leit í Bryggjuhverfinu á föstudagskvöld.
Lögreglan gerði mikla leit í Bryggjuhverfinu á föstudagskvöld. mynd/ egill.
Byssan sem notuð var til að skjóta á bíl í Bryggjuhverfinu á föstudagskvöld er enn ófundin. Í bíl mannanna sem handteknir voru vegna málsins fannst stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðarkylfum. Tveir mannanna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim þriðja hefur verið sleppt. Sá er innan við tvítugt, en hann var handtekinn í gær vegna aðildar að málinu.


Tengdar fréttir

Skotárás í Bryggjuhverfi: Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem gaf sig fram við lögreglu í gær vegna rannsóknar á skotárásinni, sem gerð var með haglabyssu á bíl á ferð við austanverðan Elliðaárvog, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun fram til 2. desember.

Vopnaðir sérsveitamenn í Bryggjuhverfi

Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum lögreglunnar hafa gert mikla leit að byssumönnum, sem gætu hafa skotið á bíl við Sævarhöfða, í Bryggjuhverfinu í kvöld. Að sögn sjónarvotts sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis talaði við fóru þeir inn í hús í Bryggjuhverfinu fyrr í kvöld en komu aftur út úr húsinu nokkru seinna án þess að hafa handtekið neitt, að því er virtist. Þá lokaði lögreglan öllum leiðum út úr Bryggjuhverfinu um stund.

Handtökur vegna skotárásar í Bryggjuhverfi

Lögreglan hefur handtekið menn í tengslum við skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni slasaðist enginn í árásinni. Bifreið skotið var á skemmdist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×