Græna orkan afhendir ráðuneytinu skýrslu um orkuskipti 22. nóvember 2011 15:30 Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhenti í dag iðnaðarráðuneytinu skýrslu um það hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri tók við skýrslunni grænu frá Sverri Hauki Viðarssyni, formanni verkefnisstjórnar Grænu orkunnar. „Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að árið 2020 komi 10% þeirrar orku sem notuð er í samgöngutækjum frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er metnaðarfullt markmið í ljósi þess að hlutfall vistvænna ökutækja í dag er aðeins 0,35%,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu af þessu tilefni. „Í skýrslu Grænu orkunnar er m.a. sett fram tímasett aðgerðaáætlun með skilgreindum ábyrgðaraðilum og árangursmælikvörðum. Aðgerðirnar spanna allan feril orkuskipta; frá framleiðslu, í gegnum dreifingu um innviði og til endanotanda. Í skýrslunni er greining á núverandi laga- og skattaumhverfi og settar fram tillögur í skattamálum sem eiga að hvetja til orkuskipta,“ segir einnig. Þá segir að í skýrslunni sé fjallað um mikivægi aukinnar samvinnu þeirra sem koma að þróunarverkefnum á þessu sviði og áhersla lögð á að hið opinbera sýni gott fordæmi, t.d. með því að setja fram stefnu um innkaup sem styður við orkuskipti. „Jafnframt er skýrslan upplýsingabrunnur um endurnýjanlega orkugjafa, skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi og stefnumörkun stjórnvalda á undangengnum árum.“ Að mati Grænu orkunnar eru ýmis ljón á veginum sem mögulega geta hægt á orkuskiptum og má í því samhengi nefna hátt verð á vistvænum ökutækjum, hæga endurnýjun bílaflotans, skorti á innviðum og óvissu um hvaða orkugjafi/ar verði ofan á. „Lögð er áhersla á að stjórnvöld styðji vel við þróunina á fyrstu stigum orkuskipta. Liður í því er að tryggja að tímabil ívilnana verði til ákveðins langs tíma svo dregið verði úr óvissu þeirra sem taka þátt í uppbyggingu orkuskipta. Því er lögð fram tillaga um að ívilnanir á sviði orkuskipta komi ekki til endurskoðunar fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Komi þessi aðgerðaáætlun til framkvæmda er stigið stórt skref með stefnumótun á sviði orkuskipta hér á landi.“ Verkefnisstjórnin var skipuð fulltrúum ráðuneytis fjármála-, iðnaðar-, umhverfis- og innanríkisráðuneytis ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samorku, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandsins og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Skýrslan liggur frammi á nýjum vef Grænu orkunnar grænaorkan.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik og reiknivélar um orkueyðslu og kostnað. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhenti í dag iðnaðarráðuneytinu skýrslu um það hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri tók við skýrslunni grænu frá Sverri Hauki Viðarssyni, formanni verkefnisstjórnar Grænu orkunnar. „Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að árið 2020 komi 10% þeirrar orku sem notuð er í samgöngutækjum frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er metnaðarfullt markmið í ljósi þess að hlutfall vistvænna ökutækja í dag er aðeins 0,35%,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu af þessu tilefni. „Í skýrslu Grænu orkunnar er m.a. sett fram tímasett aðgerðaáætlun með skilgreindum ábyrgðaraðilum og árangursmælikvörðum. Aðgerðirnar spanna allan feril orkuskipta; frá framleiðslu, í gegnum dreifingu um innviði og til endanotanda. Í skýrslunni er greining á núverandi laga- og skattaumhverfi og settar fram tillögur í skattamálum sem eiga að hvetja til orkuskipta,“ segir einnig. Þá segir að í skýrslunni sé fjallað um mikivægi aukinnar samvinnu þeirra sem koma að þróunarverkefnum á þessu sviði og áhersla lögð á að hið opinbera sýni gott fordæmi, t.d. með því að setja fram stefnu um innkaup sem styður við orkuskipti. „Jafnframt er skýrslan upplýsingabrunnur um endurnýjanlega orkugjafa, skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi og stefnumörkun stjórnvalda á undangengnum árum.“ Að mati Grænu orkunnar eru ýmis ljón á veginum sem mögulega geta hægt á orkuskiptum og má í því samhengi nefna hátt verð á vistvænum ökutækjum, hæga endurnýjun bílaflotans, skorti á innviðum og óvissu um hvaða orkugjafi/ar verði ofan á. „Lögð er áhersla á að stjórnvöld styðji vel við þróunina á fyrstu stigum orkuskipta. Liður í því er að tryggja að tímabil ívilnana verði til ákveðins langs tíma svo dregið verði úr óvissu þeirra sem taka þátt í uppbyggingu orkuskipta. Því er lögð fram tillaga um að ívilnanir á sviði orkuskipta komi ekki til endurskoðunar fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Komi þessi aðgerðaáætlun til framkvæmda er stigið stórt skref með stefnumótun á sviði orkuskipta hér á landi.“ Verkefnisstjórnin var skipuð fulltrúum ráðuneytis fjármála-, iðnaðar-, umhverfis- og innanríkisráðuneytis ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samorku, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandsins og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Skýrslan liggur frammi á nýjum vef Grænu orkunnar grænaorkan.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik og reiknivélar um orkueyðslu og kostnað.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira