Fótbolti

Bosníumenn reyna allt til að pirra Ronaldo - sungu til Messi á flugvellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu með portúgalska landsliðinu í kvöld þegar liðið mætir Bosníu í fyrri leik þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. Leikuri Bosníu og Portúgals fer fram í borginni Zenica og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Bosníumenn eru greinilega hræddir við Ronaldo sem hefur skorað 17 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á tímabilinu og stuðningsmenn landsliðsins hafa lagt ofurkapp á það að reyna að pirra einn besta knattspyrnumann í heimi.

Þegar Ronaldo mætti til Bosníu beið hans góður kór sem söng: "Messi, Messi, Messi ..." en portúgalski landsliðsmaðurinn brosti bara til þeirra.

Það var hinsvegar eins og mælirinn væri fullur hjá Ronaldo á æfingu liðsins þegar fólk á svölum nálægðra húsa beindu lasergeislum sínum í augu Ronaldo. Ronaldo svaraði því með því að sýna "aðdáendum" sínum fingurinn.

Cristiano Ronaldo hefur skorað 30 mörk í 85 landsleikjum þar af 5 mörk í 7 landsleikjum á þessu ári sem er jafnmikið og hann skoraði í 26 landsleikjum frá 2008 til 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×