Suarez skoraði fernu í 4-0 sigri á Síle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 11:30 Luis Suarez, framherji Liverpool og landsliðs Úrúgvæ, fann heldur betur skotskóna sína á móti Síle í undankeppni HM í nótt. Suarez, sem hefur farið illa með færin hjá Liverpool á tímabilinu, skoraði öll fjögur mörkin í 4-0 sigri Úrúgvæ á Síle. Diego Forlan er meiddur og gat ekki spilað leikinn og því treystu Úrúgvæmenn enn meira á Suarez. Þeir eru nú með þriggja stiga forskot á Argentínumenn eftir sigur sinn í nótt og 1-1 jafntefli Argentínu á móti Bólivíu. Síle var reyndar með vængbrotið lið því þjálfarinn Claudio Borghi setti fimm leikmenn í agabann fyrir að mæta seint og í misjöfnu ástandi á fund hjá landsliðinu. Fyrsta mark Suarez kom með hnitmiðuðu langskoti á 42. mínútu og það næsta rétt rúmum þremur mínútum síðar með skalla af marklínu eftir að hann fylgdi á eftir skoti félaga síns. Suarez innsiglaði þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf á 68.mínútu og fernan var síðan fullkomuð á 74. mínútu þegar hann lét vaða á vítateigslínunni. Suarez fékk síðan heiðursskiptingu þremur mínútum síðar. „Svona kvöld hefur verið bara í draumum manns og ég mun aldrei gleyma þessum leik. Mér var sagt að Úrúgvæmaður hafi aldrei áður skorað fernu í undankeppni en ég hefði ekki getað þetta án hjálpar liðsfélaga minna," sagði Luis Suarez eftir leikinn. Það er hægt að sjá mörkin hans Suarez með alvöru "gooooooooooooooool"-lýsingu með því að smella hér fyrir ofan. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Luis Suarez, framherji Liverpool og landsliðs Úrúgvæ, fann heldur betur skotskóna sína á móti Síle í undankeppni HM í nótt. Suarez, sem hefur farið illa með færin hjá Liverpool á tímabilinu, skoraði öll fjögur mörkin í 4-0 sigri Úrúgvæ á Síle. Diego Forlan er meiddur og gat ekki spilað leikinn og því treystu Úrúgvæmenn enn meira á Suarez. Þeir eru nú með þriggja stiga forskot á Argentínumenn eftir sigur sinn í nótt og 1-1 jafntefli Argentínu á móti Bólivíu. Síle var reyndar með vængbrotið lið því þjálfarinn Claudio Borghi setti fimm leikmenn í agabann fyrir að mæta seint og í misjöfnu ástandi á fund hjá landsliðinu. Fyrsta mark Suarez kom með hnitmiðuðu langskoti á 42. mínútu og það næsta rétt rúmum þremur mínútum síðar með skalla af marklínu eftir að hann fylgdi á eftir skoti félaga síns. Suarez innsiglaði þrennuna með skalla eftir fyrirgjöf á 68.mínútu og fernan var síðan fullkomuð á 74. mínútu þegar hann lét vaða á vítateigslínunni. Suarez fékk síðan heiðursskiptingu þremur mínútum síðar. „Svona kvöld hefur verið bara í draumum manns og ég mun aldrei gleyma þessum leik. Mér var sagt að Úrúgvæmaður hafi aldrei áður skorað fernu í undankeppni en ég hefði ekki getað þetta án hjálpar liðsfélaga minna," sagði Luis Suarez eftir leikinn. Það er hægt að sjá mörkin hans Suarez með alvöru "gooooooooooooooool"-lýsingu með því að smella hér fyrir ofan.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira