Fótbolti

Beckham fer ekki til QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robbie Keane og David Beckham.
Robbie Keane og David Beckham.
Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, hefur nú gefið það út að ekkert verði að því að David Beckham gangi til liðs við félagið. Allar líkur eru á því að Beckham sé á leiðinni frá Bandaríkjunum og til félags í Evrópu, en hann hefur verið leikmaður LA Galaxy síðastliðin 4 ár.

Orðrómur hefur verið hávær þess efnis að Beckham gæti verið á leiðinni til QPR, en nú hef knattspyrnustjórinn staðfest að svo verði ekki.

„Við þurfum að styrkja liðið á öðrum stöðum en auðvita væri frábært að fá Beckham. Núna er ég að leita að réttum mönnum í réttar stöður svo við getum verið samkeppnishæfir í deild meðal þeirra bestu“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×