Fótbolti

Danir skelltu Finnum

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Daniel Agger og Nicklas Bendtner hristu af sér sögusagnir um fyllerí og dólgslæti er þeir skoruðu mörk Dana í 2-1 sigri á Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Aleksei Emerenko kom Finnum yfir um miðja fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Agger jafnaði leikinn á 57. mínútu og Bendtner tryggði Dönum sigur með marki tveim mínútum síðar.

Danska liðið fékk aðeins að skvetta úr klaufunum um helgina og einn gestur á sama hóteli kvartaði yfir því að leikmenn hefðu verið með dólgslæti og þar á meðal þeir Agger og Bendnter.

Drykkjan hafði þó ekki áhrif á þeirra leik í kvöld þar sem þeir tryggði Dönum sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×