Fótbolti

Villa bjargaði Spánverjum frá niðurlægingu

Kosta Ríka fagnar marki í kvöld.
Kosta Ríka fagnar marki í kvöld.
Heimsmeistarar Spánverja ollu miklum vonbrigðum annan leikinn í röð er þeir sóttu Kosta Ríka heim í kvöld. Spánverjar mörðu jafntefli með marki í uppbótartíma.

Spánverjar töpuðu fyrir Englandi um helgina og áttu flestir von á því að liðið myndi svara fyrir sig með því að valta yfir Kosta Ríka. Reyndin varð önnur.

Randall Brenes og Joel Campbell skoruðu fyrir Kosta Ríka í fyrri hálfleik og heimamenn mjög óvænt 2-0 yfir í hálfleik.

David Silva minnkaði muninn sjö mínútum fyrir hlé og David Villa bjargaði svo Spánverjum frá niðurlægingu er hann skallaði boltann í netið af stuttu færi í uppbótartíma.

Heimamenn fögnuðu jafnteflinu en heimsmeistararnir gengu skömmustulegir af velli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×